Nýjast á Local Suðurnes

Bláa lónið segir 403 starfsmönnum sínum upp

Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þá verða laun stjórnenda og starfsmanna lækkuð.

Í tilkynningu segir að áhrifin af kórónuveirufaraldrinum hafi reynst miklu umfangsmeiri og langvinnari en væntingar voru um og því hafi verið ákveðið að grípa til umræddra ráðstafana.

Fyrirtækið vonast þó til að geta ráðið starfsfólkið sem sagt verður upp aftur til starfa.