Nýjast á Local Suðurnes

Wizz í startholunum – Mögulegt að bóka Íslandsferð

Ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz air mun hefja flug þann 1. maí næstkomandi frá Luton og Vín, að því gefnu að félagið fái til þess tilskilin leyfi.

Mögulegt er að bóka ferðir frá Luton til Íslands frá 18. maí á bókunarvél félagsins og er verðið frá 19 Evrum eða rétt rúmlega 3.000 krónum. Þá býður félagið aðgang að Flex-þjónustu á eina Evru, en sé sú þjónusta keypt er mögulegt að breyta miðum án endurgjalds.

Farþegar þurfa einnig að leggja sitt af mörkum sé flogið með félaginu. Þannig þarf að nota andlitsgrímur, hanska og spritt sé þess óskað auk þess að virða tveggja metra regluna.