Airport Associates segja 131 upp
![Airport associates](https://i1.wp.com/www.sudurnes.net/wp-content/uploads/2019/03/Untitled-design-15.png?resize=620%2C264)
Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru starfandi hjá fyrirtækinu eftir uppsagnirnar.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að til aðgerðanna sé gripið vegna áhrifa af Covid-19 heimsfaraldrinum sem hefur haft þau áhrif að nær öll flugumferð í heiminum hefur stöðvast og óvíst hvenær flugsamgöngur komast í samt lag.