Nýjast á Local Suðurnes

Eldsneyti einna dýrast á Suðurnesjum

Olíufyrirtækin hafa verið dugleg við að lækka eldsneytisverð á landinu undanfarnar vikur, en þó ekki á Suðurnesjum, ef marka má vef GSM bensín, sem heldur utan um verð á eldsneyti út um allt land.

Um 30 krónum munar á eldsneytisverði í Reykjanesbæ og Akureyri, en á síðarnefnda staðnum kostar til að mynda ódýrasti líterinn af bensíni um 185 krónur, á móti um 215 krónum í Reykjanesbæ. Sömu verð eru á stöðvum á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu.