Nýjast á Local Suðurnes

Fimm stjörnur og þyrlupallur á 30 ára afmæli Hótel Keflavíkur

Hótel Keflavík fagnar 30 ára afmæli í dag, en það var stofnað árið 1986 af foreldrum Steinþórs Jónssonar, núverandi eiganda og hótelstjóra og fjölskyldu. Hótelið hefur verið rekið af fjölskyldunni og á sömu kennitölunni öll þessi 30 ár.

Uppbyggingin á Hótel Keflavík hófst töluvert áður en svæðið varð eins ferðamannavænt og það er í dag, til að mynda var Bláa lónið ekki komið til sögunnar né Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hluti af þessari miklu uppbyggingu er opnun fyrsta fimm stjörnu hótels landsins, Diamond Suites, sem opnar formlega í dag, á 30 ára afmæli hótelsins.

Jón William að störfum við endurbætur á hótelinu, ásamt barnabörnum

Jón William að störfum við endurbætur á hótelinu, ásamt barnabörnum

Suðurnes.net fjallaði ítarlega um byggingu Diamond Suites á síðasta ári og sagði Steinþór á þeim tíma að mesta stökkið í rekstrinum hafi verið tekið árið 1995, þegar hótelið var stækkað um meira en helming. Í umfjölluninni kom einnig fram að heildarkostnaður við endurbæturnar á hótelinu væri kominn vel yfir 300 milljónir króna.

„Við vorum í raun langt á undan okkar samtíð í þessum málum og vorum talin vera svolítið klikkuð að veðja á hótelrekstur á svæðinu í upphafi,“ sagði Steinþór.

Hann bætti við, „mesta stökkið tókum við árið 1995 þegar við keyptum húsið við hliðina og stækkuðum hótelið um meira en helming, með tilkomu Canada 3000 sem var mjög jákvætt fyrir svæðið á sínum tíma og við höfum byggt þetta upp hægt og rólega síðan.“

hotel kef breytingar

Hótel Keflavík hefur opnað fyrsta fimm stjörnu hótel landsins, Diamond suites, auk þess sem miklar endurbætur hafa verið gerðar á Hótel Keflavík undanfarin misseri. Þá stefnir fjölskyldan á að fá leyfi fyrir þyrlupalli við hótelið á árinu, til að tryggja góða þjónustu við tilvonandi viðskiptavini Diamond Suites.

Diamond Suites er glæsilegt 5 stjörnu hótel

Diamond Suites er glæsilegt 5 stjörnu hótel

hotel kef

Frá byggingu hótelsins