Nýjast á Local Suðurnes

Íhuga að selja hlut í Bláa lóninu – Starfsemin fellur ekki að kjarnastarfsemi HS Orku

HS Orka hef­ur falið Stöpl­um Advisory að ræða við hugs­an­lega fjár­festa og stýra söluferli á 30% hlut fyrirtækisins í Bláa lóninu. Er það gert í kjöl­farið á sýnd­um áhuga á hlut fé­lags­ins.

„HS Orka hef­ur verið hlut­hafi í Bláa Lón­inu frá upp­hafi og hef­ur stolt stutt við vöxt þess. Bláa Lónið er nú með um­fangs­mik­inn rekst­ur, dafn­ar og er enn í veru­leg­um vexti. Þrátt fyr­ir að um ein­staka eign sé að ræða og þá fell­ur starf­semi Bláa Lóns­ins ekki að kjarn­a­starf­semi HS Orku sem er fram­leiðsla og sala end­ur­nýj­an­legr­ar orku. Því ákváðum við að hefja þetta ferli,“ er haft eft­ir Ásgeiri Mar­geirs­syni, for­stjóra HS Orku í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag.