Nýjast á Local Suðurnes

Rændur á meðan hann fór í sturtu

Íbúi í Reykjanesbæ, sem brá sér í sturtu að næturlagi um helgina varð tveimur armbandsúrum, allmörgum áfengisflöskum og einni rafrettu fátækari þegar sturtuferðinni lauk. Hann hafði heyrt umgang í íbúðinni en taldi að þar væri sambýlingur sinn á ferð. Svo var þó ekki því hinn síðarnefndi svaf svefni hinna réttlátu í rúmi sínu þegar að var gáð. Ljóst var að óboðinn gestur hafði farið um ránshendi meðan á sturtuferðinni stóð enda íbúðin ólæst.

Þá var brotist inn í verkstæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og tveimur verkfærakistum stolið úr bifreið sem þar var inni.