Tjá sig ekki um aðgerðir lögreglu í Grindavík
Lögreglan á Suðurnesjum mun ekki tjá sig um lögregluaðgerð sem átti sér stað í og við einbýlishús í Grindavík um hádegisbil í gær. Leitað var aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra sem tók þátt vopnum búin. Aðgerðir lögreglu stóðu yfir í tæplega þrjár klukkustundir.
Vefmiðillinn DV hefur eftir lögreglu að ekki verði send út tilkynning vegna málsins, eins og til stóð, þar sem um “andleg veikindi” hafi verið að ræða. Þá hefur DV eftir sjónarvotti að lögregla hafi farið inn í húsið og fjarlægt þaðan svartan poka hvers innihald er óþekkt.