Heitavatnslaust í nokkrum hverfum á fimmtudag
Vegna viðhaldsvinnu HS Orku við Njarðvíkuræð verður lokað fyrir heitt vatn á Ásbrú og í Höfnum fimmtudaginn 31. ágúst næstkomandi klukkan 12. Áætlað er að heitt vatn verði komið aftur á um klukkan. 20.
Einnig er möguleiki á heitavatnsleysi vegna þessa í Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, við Keflavíkurflugvöll og í Vogum milli klukkan 16 og 20, segir í tilkynningu frá HS Orku.