Nýjast á Local Suðurnes

Aukinn hagnaður hjá HS Veitum

Mynd: Skjáskot / Já.is

HS Veitur högnuðust um rúman milljarð króna af reglulegri starfsemi á síðasta ári, á móti hagnaði rúmlega 800 milljóna króna árið 2018. Vegna niðurfellingar langtímaskuldar í kjölfar dóms Hæstaréttar var heildarhagnaður eftir skatta hins vegar 1.592 m.kr. á móti 682 m.kr. árið 2018.

EBITDA ársins var 2.701 m.kr. (37,7%) á móti 2.456 m.kr. (35,5%) árið 2018, segir í tilkynningu. Þá er fjárhagsstaða félagins, sem er í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar, sterk og horfur góðar. Eiginfjárhlutfall þann 31. desember 2019 er 46,7% en var 43,5% í ársbyrjun. Veltufjárhlutfall var 2,12 þann 31. desember 2019 samanborið við 3,14 í árslok 2018, segir jafnframt í tilkynningunni.