Nýjast á Local Suðurnes

Klesst’ann í stað handabanda á Nettómóti

Nettó-mótið, stærsta körfuboltamót landsins, fer fram í Reykjanesbæ um næstu helgi. Rúmlega 1300 iðkendur frá 25 félögum munu taka þátt í mótinu að þessu sinni, en þetta er í þrítugasta skipti sem mótið er haldið.

Mótshaldarar segja að öllu verði tjaldað til á þessum tímamótum og að allir fái fyrirtaks körfubolta- og fjölskylduhátíð þessa helgi í Reykjanesbæ.

Í ljósi stöðunnar varðandi Covid 19 veirunnar eru leikmenn þó hvattir til þess að sleppa handaböndum fyrir og eftir leiki og notast frekar við “klesst’ann.” Leikmenn eru einnig hvattir til þess að þvo hendur fyrir og eftir leiki.