Nýjast á Local Suðurnes

Dominos-deildin: Öruggur sigur hjá Keflavík – Njarðvík lá í Vesturbænum

Kefl­vík­ing­ar tóku á móti Vals­mönnum í TM-Höllinni í Keflavík í gær, þegar  Dom­in­os-deild karla í körfu­bolta fór af stað og Njarðvíkingar ferðuðust í Vesturbæinn þar sem þeir heimsóttu margfalda Íslandsmeistara KR.

Eins og búast mátti við voru Keflvíkingar voru sterkari á öllum sviðum, ef frá er talinn fyrsti leikhluti, þar sem Valsmenn tóku netta syrpu. Keflvíkingar náðu svo tökum á leiknum eftir það og leiddu í hálfleik  69-44. Það sama var svo upp á teningnum í þeim síðari, Keflvíkingar hittu vel og enduðu leikinn með 117 stig gegn 86 Valsmanna.

Ca­meron Forte var stigahæstu Keflvíkinga með 25, en hann tók einnig ​10 frá­köst/ og7 stoðsend­ing­ar, Magnús Már Trausta­son skoraði 18 og Daði Lár Jóns­son 17.

Njarðvíkingar hófu deildarkeppnina á erfiðum útivelli gegn Íslandsmeisturum síðustu fjögurra ára og liðinu sem spáð er titlinum í ár,  KR-ingum, en leikið var á heimavelli þeirra síðarnefndu í Vesturbæ Reykjavíkur.

KR-ing­ar byrjuðu mun betur en þeir grænklæddu í leikn­um og höfðu náð 12 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 29 – 17. Njarðvíkingar börðust vel í 2. leikhluta, en náðu lítið að saxa á forskot KR-inga og staðan í hálfleik 53-43.

Njarðvíkingar komu öflugir inn í síðari hálfleikinn og skipt­ust liðin á að hafa for­yst­una í fjórða leikhluta en eftir mikinn hasar voru það KR-ing­ar sem voru öfl­ugri á loka­sprett­in­um og lönduðu átta stiga sigri, 87-79.

Ter­rell Vin­son var öflugur hjá Njarðvík, en hann skoraði 32 stig og tók 12 frá­köst, Logi Gunn­ars­son skoraði 18, Maciek Stan­islav Bag­inski 7 og Ragn­ar Helgi Friðriks­son átti fínan leik, en hann skoraði 7 stig, tók ​6 frá­köst og gaf 6 stoðsend­ing­ar.