Nýjast á Local Suðurnes

Keflavíkursigur í grannaslag

Kefl­avík­ lagði Grinda­vík að velli í Dom­in­os-deild karla í körfuknatt­leik í kvöld með fimm stiga mun, 93-88. Leikið var í TM-höllinni í Keflavík.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Grindvíkingar leiddu að loknum fyrsta leikhluta, 22-24, Keflvíkingar náðu svo undirtökunum rétt fyrir leikhlé og leiddu í hálfleik, 49-45. Keflvíkingar létu forystuna aldrei af hendi eftir þetta þó Grindvíkingar hafi aðins náð að keyra upp spennustigið undir lok leiksins og lauk leiknum með sigri Keflvíkinga 93-88.

Cameron Forte var stigahæstur Keflvíkinga með 20 stig, Ragnar Bragason skoraði 14 og Daði Lár Jónsson 10. Hjá Grindvíkingum skoraði Rashad Whack mest eða 31 stig, Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 16 og Ingvi Þór Guðmundsson 13.