Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík í 8 liða úrslit Maltbikarsins

Grindvíkingar eru komnir áfram í 8 liða úrslit Maltbikarsins í körfuknattleik eftir 96-86 sigur gegn ÍR. ÍR-ingar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn, eða þar til fimm mínútur lifðu leiks að Grindvíkingar náðu frábærum kafla og komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum þegar um þrjár mínútur voru eftir og uppskáru sigur

Lewis Clinch skoraði 18 stig fyrir Grindavík, Ólafur Ólafsson skoraði 16 stig og Dagur Kár Jónsson var með 14 stig.