Nýjast á Local Suðurnes

Ný íslensk kvikmynd tekin upp í Grindavík

Tökur á Svaninum, nýrri íslenskri bíómynd eftir Ásu Hjörleifsdóttur sem gerð er eftir skáldsögu Guðbergs Bergssonar rithöfundar og heiðursborgara Grindavíkur, hafa gengið vel. Myndin er að mestu leiti tekin upp á bóndabænum Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal en einnig í Grindavík.

„Tökum lýkur í ágúst. Við ferðumst suður í byrjun ágúst og skjótum aðeins í Grindavík. Það hefur margt skemmtilegt átt sér stað í tökunum. Við erum að vinna með húsdýr, hesta, hænur og beljur. Í myndinni fæðist kálfur og erum við að bíða eftir að ein kýrin hér í sveitinni beri. Það er ansi spennandi og það hefur verið krefjandi að skipuleggja tökur í kringum það. Heimamenn í dalnum hafa verið æðislegir og hjálpað okkur mikið við að gera þessa mynd að veruleika,” sagði Marteinn Knaran Ómarsson í samtali við Kvikmyndir.is