Nýjast á Local Suðurnes

Sveiflandi kerra tók bifreið út af Reykjanesbraut

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Bif­reið með kerru aft­an í valt út af Reykja­nes­braut­inni við Hvassa­hraun í gær, að því er greint er frá í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suðurnesjum.

Hafði kerr­an tekið að sveifl­ast til og tók hún bif­reiðina á end­an­um með sér út af veg­in­um. Ökumaður­inn var flutt­ur með sjúkra­bif­reið á Land­spít­ala.

Þá varð einnig árekst­ur á Suður­strand­ar­vegi í fyrra­dag, en hann var minni hátt­ar og eng­in slys á fólki.