Nýjast á Local Suðurnes

Engin slys á fólki þegar ekið var á tré í Keflavík

Nokkuð var um minni háttar umferðaróhöpp á Suðurnesjum í vikunni sem leið þar sem óskað var aðstoðar lögreglu við úrlausn mála.

Í einu slíku var tilkynnt um bifreið sem ekið hafði verið á tré í Keflavík. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að ekki hafi orðið slys á fólki í óhappinu.