Nýjast á Local Suðurnes

Þriggja bíla árekstur á rauðu ljósi

Þriggja bifreiða árekstur varð á Njarðarbraut í Njarðvík í gærdag. Ökumaður bifreiðar ók aftan á aðra bifreið sem var kyrrstæð aftan við bifreið sem beið á rauðu ljósi. Bifreiðin í miðjunni skall við það aftan á þeirri fremstu. Tvö börn voru í síðastnefndu bifreiðinni. Annað þeirra svo og farþegi í miðjubifreiðinni kenndu eymsla eftir áreksturinn. Aðrir sluppu ómeiddir.

Annar árekstur varð, einnig í Njarðvík, í gær en engin slys á fólki. Önnur umferðaróhöpp sem orðið hafa undanfarna daga hafa verið minni háttar og enginn slasast.