Nýjast á Local Suðurnes

Ofurfyrirsæta nýtur lífsins í Bláa lóninu

Mynd: Skjáskot Snapchat / Blac Chyna

Bandaríska ofurfyrirsætan Blac Chyna nýtur lífsins á Íslandi þessi dægrin, en ef eitthvað er að marka Instagram reikning stjörnunnar hefur hún samastað á lúxushóteli Bláa lónsins.

Blac Chyna er þrítug að aldri, en hún hefur meðal annars komið fram í raunveruleikaþáttum Kardashian -fjölskyldunnar, en hún á dóttur með Rob Kardashian, bróður Kardashian-systra. Chyna stofnaði snyrtivörufyrirtæki árið 2014, Lashed by Blac Chyna. Eru auðæfi hennar metin á nokkur hundruð milljónir króna.

Fyrirsætan hefur verið dugleg að deila myndum og myndböndum af veru sinni við Bláa lónið á SnapChat, en þar er hana að finna undir nafninu blac chyna.

 

 

View this post on Instagram

 

Iceland 🇮🇸

A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) on