Nýjast á Local Suðurnes

Fundu virkann sprengjuodd á háalofti

Íbúar við Melteig í Reykjanesbæ fundu virkann sprengjuodd við tiltekt á háalofti á heimili sínu í vikunni, um er að ræða áratuga gamlan odd sem líklega var notaður við heræfingar fyrir nokkrum áratugum.

Íbúar hússins höfðu nýlega fest kaup á húsinu af dánarbúi og fannst sprengjuhlutinn sem fyrr segir við tiltekt. Íbúi í húsinu sagði í spjalli við Suðurnes.net að líklega hafi sprengjuoddurinn legið þar í nokkra áratugi.

Lögregla var kölluð til auk Landhelgisgæslu, sem staðfesti að sprengjuoddurinn hafi verið virkur og sá um eyðingu.