Nýjast á Local Suðurnes

23% íbúa á Suðurnesjum eru innflytjendur

Hlut­fall inn­flytj­enda af mann­fjölda um síðustu áramót var mest á Suður­nesj­um en þar voru 23,3% inn­flytj­end­ur af fyrstu eða ann­arri kyn­slóð. Næst­hæst er hlut­fallið á Vest­fjörðum þar sem 17,6%.

Í tilkynningu frá Hagstofu Ísands kemur fram að Pól­verj­ar séu lang­fjöl­menn­asti hóp­ur inn­flytj­enda hér á landi. Um ára­mót voru 16.970 ein­stak­ling­ar frá Póllandi eða 38,8% allra inn­flytj­enda. Þar á eft­ir koma inn­flytj­end­ur frá Lit­há­en (5,5%) og Fil­ipps­eyj­um (4,0%). Pólsk­ir karl­ar eru 42,2% allra karl­kyns inn­flytj­enda eða 10.037 af 23.775. Lit­háísk­ir karl­ar eru næst­fjöl­menn­ast­ir (6,2%) og síðan karl­ar með upp­runa í Lett­landi (3,5%). Pólsk­ar kon­ur eru 34,7% kven­kyns inn­flytj­enda og næst á eft­ir þeim eru kon­ur frá Fil­ipps­eyj­um (5,9%), þá kon­ur frá Lit­há­en (4,8%).

Inn­flytj­andi er ein­stak­ling­ur sem er fædd­ur er­lend­is og á for­eldra sem einnig eru fædd­ir er­lend­is, svo og báðir afar og ömm­ur. Önnur kyn­slóð inn­flytj­enda eru ein­stak­ling­ar sem fædd­ir eru á Íslandi og eiga for­eldra sem báðir eru inn­flytj­end­ur. Fólk er talið hafa er­lend­an bak­grunn ef annað for­eldrið er er­lent. Ein­stak­ling­ur sem fædd­ist er­lend­is en á for­eldra sem báðir eru fædd­ir hér á landi telst einnig hafa er­lend­an bak­grunn.