Nýjast á Local Suðurnes

Helmingi minna fé eytt í snjómokstur í Reykjanesbæ

Reykjanesbær hefur eytt um 18 milljónum króna í snjómokstur og aðra vetrartengda þjónustu það sem af er ári, en meirihluti kostnaðarins varð til á fyrri hluta ársins. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfissviði Reykjanesbæjar hefur kostnaðurinn við þessa þjónustu venjulega staðið í 35-40 milljónum króna í desember ár hvert. Útgjöld Reykjanesbæjar við mokstur og annað því tengdu hafa því verið um helmingur af því sem þau voru á síðasta ári.

Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands má búast við þó nokkrum breytingum á hitastigi næstu daga og getur snöggfryst á vegum landsins. Reykjanesbær hefur undanfarin ár boðið bæjarbúum að sækja sér sand í fötu á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu, sem hægt er að nýta sem hálkuvörn, á því er engin breyting í ár og er hægt að nálgast sand á eftirtöldum stöðum: Við Reykjaneshöll, á plani við Heiðarberg, við Þrastartjörn og á malarplani við Valhallarbraut.