Nöfn þeirra sem létust í umferðarslysi á Grindavíkurvegi

Fólkið sem létst í bílslysi á Grindavíkurvegi á föstudag voru hjón á sjötugsaldri, Frímann Grímsson, fæddur 1958, og Margrét Á. Hrafnsdóttir, fædd 1960. Voru þau búsett í Sandgerði.
Tilkynning um slysið á Grindavíkurvegi barst um klukkan 11:35 þann 5. janúar og fóru viðbragðsaðilar strax á vettvang. Tvö ökutæki voru utan vegar þegar lögregla og viðbragðsaðilar komu að. Frímann og Margrét voru í öðrum bílnum og voru úrskurðuð látin á vettvangi.