Nýjast á Local Suðurnes

Húsfyllir á 15 ára afmælishátíð heilsuleikskóla

Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík fagnaði síðastliðinn föstudag 15 ára starfsafmæli sínu með glæsibrag. Efnt var til fjölskylduhátíðar þar sem börnin buðu foreldrum, systkinum, afa og ömmu og öðrum að koma og skemmta sér saman. Boðið var upp á leik, samveru og veitingar þar sem ungir og aldnir skemmtu sér saman.

Leikskólinn var vígður þann 14. janúar 2001, en byggingartími leikskólans vakti athygli á sínum tíma, en einungis 250 dögum og þremur klukkustundum eftir að fyrsta skóflustunga var tekin af Grindvískum börnum var til leikskólinn tilbúinn til notkunar.

Leikskólinn hefur alla tíð verið rekinn af fyrirtækinu Skólar ehf. sem rekur 5 leikskóla á Suðurnesja- og höfuðborgarsvæðinu, þá hefur Hulda Jóhannsdóttir stjórnað starfi leikskólans frá upphafi.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum, en húsfyllir var af gestum og nemendum.

krokur1

 

krokur2

krokur3

krokur5