Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már einn besti leikmaður Barry frá upphafi

Njarðvíkingurinn og körfuknattleikskappinn Elvar Már Friðriksson er einn besti körfuknattleiksmaður sem leikið hefur með liði Barry háskóla í Bandaríkjunum, en kappinn hefur lokið námi frá skólanum. Í grein sem birt er á vefsíðu íþróttadeildar háskólans er farið fögrum orðum um Elvar Má og afrek hans með liðinu tíunduð.

Elvar Már skoraði 19,8 stig, gaf 7,1 stoðsendingu og var með 1,5 stolinn bolta að meðaltali í leik á þeim tímabilum sem hann lék fyrir Barry. Elvar setti skólamet þegar hann skoraði 43 stig í leik gegn Tampa á tímabilinu.

Skotnýting Elvar Más yfir tímabilin með Barry ótrúleg, en hann skoraði úr 49% skota í teig og úr 41,8% skota fyrir utan þriggjastiga línuna. Þá bætti Elvar Már skólametið á vítalínunni, en hann skoraði 312 af 1.433 stigum sínum fyrir Barry af vítalínunni.

Elvar Már vann til fjölda verðlauna á þeim tímabilum sem hann lék með Barry og var valin í nær öll úrvalslið sem í boði eru.

Nánar má lesa um afrek Elvars Más hér.