Nýjast á Local Suðurnes

Logi í fjórða sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn Íslands í körfubolta

Leikmaður Njarðvíkinga í körfuknattleik, bakvörðurinn Logi Gunnarsson skaust upp í 4. sætið yfir leikjahæstu leikmenn Íslands með A-landsliðinu, eftir að hafa tekið þátt í tveimur æfingaleikjum gegn Belgum um helgina. Logi hefur leikið 132 leiki fyrir Íslands hönd.

Á körfuknattleiksvefnum Karfan.is kemur fram að Suðurnesjamenn einoki toppsætin, en aðeins Jón Kr. Gíslason (158), Valur Ingimundarson (164) og Guðmundur Bragason (169) hafi leikið fleiri landsleiki en Logi.

Á næstu dögum verður tilkynnt um lokahóp Íslands sem taka mun þátt í EuroBasket keppninni, sem haldin verður í Finnlandi í byrjun september, komist Logi í lokahópinn má búast við að kappinn bæti nokkrum landsleikjum í sarpinn.