Nýjast á Local Suðurnes

Verulega dregið úr eftirspurn eftir skimunum

Verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir skimunum vegna Covid 19 á Suðurnesjasvæðinu, en málið var rætt af aðgerðarstjórn Almannavarna Suðurnesja á síðasta fundi og kemur þetta fram í fundargerð.

Þá er staðan nokkuð góð þegar kemur að smitum á svæðinu, en samkvæmt vef Almannavarna og landlæknis, covid.is, eru fjórir í einangrun og 14 í sóttkví.