Nýjast á Local Suðurnes

Nokkur fyrirtæki komist á laggirnar með aðstoð Startup Tourism

Nokkur af þeim fjölmörgu verkefnum sem tekið hafa þátt í viðskiptahraðlinum Startuup Tourism eru orðin starfandi ferðaþjónustufyrirtæki í dag með aðstoð hraðalsins. Markmið Startup Tourism er að styðja við þá miklu nýsköpun sem orðið hefur í ferðaþjónustu undanfarin ár.

Þetta kom fram á morgunfundi Isavia, sem haldinn var í gær. Viðskiptahraðallinn var stofnaður árið 2016 og eru bakhjarlar hraðalsins Isavia, Vodafone, Íslandsbanki og Bláa lónið en Icelandic Startups og Íslenski ferðaklasinn sjá um framkvæmd verkefnisins. Hér er að finna lista yfir þau verkefni sem tekið hafa þátt í hraðlinum.