Nýjast á Local Suðurnes

Þurfti aðhlynningu eftir að hafa verið bitin af hundi

Kona kom á lög­reglu­stöðina í Kefla­vík í fyrra­dag og til­kynnti að hún hefði verið bit­in af hundi. Hafði hún verið með sinn hund á göngu þegar laus hund­ur kom aðvíf­andi og ruku hvutt­arn­ir svo sam­an.

Lausi hund­ur­inn beit kon­una sem leitaði til lækn­is þar sem bits­árið var saumað og henni var gef­in stíf­krampasprauta, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu lög­reglu.