Nýjast á Local Suðurnes

Már og Ísold fá annað tækifæri

Systkinin Már Guðmundsson og Ísold Wilberg fengu síðasta sætið í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins, en þau fluttu lagið Don’t you know um síðustu helgi.

Framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar hefði möguleika á að velja eitt lag til viðbótar við þau fjögur sem komust áfram í símakosningu sem færi áfram í úrslit og var lag Más og Ísoldar valið.

Í viðtölum fyrir keppnina hafa þau sagt að dúettinn AMAR­OS­IS hafi verið stofnaður sér­stak­lega fyr­ir Söngv­akeppn­ina og stefna þau á að vinna í fleiri lög­um og gefa út sam­an und­ir því nafni.

Mynd: RÚV