Nýjast á Local Suðurnes

Um 450 manns sóttu jólabingó Kvenfélagsins

Kvenfélag Grindavíkur færði sjúkradeildinni í Víðihlíð og Heimilinu við Túngötu veglegar gjafir á dögunum. Komu Kvenfélagskonur færandi hendi með hljóðspilara og hljóðbækur sem koma sér vel til dægrastyttingar fyrir ábúendur og munu vafalaust koma að góðum notum á báðum stöðum.

Kvenfélagið vill nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til allra þeirra frábæru fyrirtækja sem sáu sér fært að styrkja jólabingóið í ár og auðvitað til allra þeirra sem tóku þátt í bingóunum, en um 450 manns sóttu jólabingóin í ár. Er Kvenfélagið gríðarlega þakklátt fyrir allan stuðninginn.