Nýjast á Local Suðurnes

Kvörtunum vegna kísilvers USi rignir yfir Umhverfisstofnun

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Kvörtunum hefur rignt yfir Umhverfisstofnun frá íbúum á Reykjanesi og er kvartað undan lyktar- og reykmengun. Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar, segir að haft hafi verið samband við forráðamenn kísilversins en ekki hafi neinar skýringar fundist á mekkinum.

Alls höfðu 54 kvartanir borist þegar fréttastofa Rúv hafði samband við Einar rétt fyrir hádegi. Einar segir að þegar starfsmenn Umhverfisstofnunar hafi mætt til vinnu í morgun hafi komið í ljós að fjöldi ábendinga hefði borist. Núna sé unnið úr þeim.