Nýjast á Local Suðurnes

Mikil fækkun á atvinnuleysisskrá á milli ára

 

Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 3,4 prósent í desember síðastliðnum, heildarfjöldi skráðra atvinnulausra á svæðinu öllu var 417 í mánuðinum. Þetta er mikil fækkun á milli ára en í desember árið 2014 mældist atvinnuleysi á Suðurnesjum 5,4 prósent og heildarfjöldi atvinnulausra var 584, samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun.

Í Reykjanesbæ voru 283 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í nóvember og 292 í desember síðastliðnum. Það fækkaði um 116 einstaklinga á atvinnuleysisskrá í nóvember frá sama mánuði 2014 og um 156 í desember.

Mest er atvinnuleysið í aldursflokknum 20-29 ára, en í þeim flokki eru 143 atvinnulausir á svæðinu öllu, kynjaskiptingin er nokkuð jöfn, 194 karlar og 223 konur eru án atvinnu á svæðinu öllu.

Þá hefur lausum störfum á skrá Vinnumálastofnunnar fjölgað mikið á milli árá, í desember árið 2014 voru laus störf á vef Vinnumálastofnunnar 18 á Suðurnesjum en í sama mánuði árið 2015 voru störfin 33.