Nýjast á Local Suðurnes

Fundu þýfi við húsleit

Verkfærum að verðmæti á bilinu 500 – 700 þúsund var stolið úr vinnubifreið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á miðvikudagsmorgun.

Lögregla gerði húsleit í íbúðarhúsnæði í Keflavík síðar sama dag, að fengnum dómsúrskurði, og þar fundust verkfærin sem stolið hafði verið.