Nýjast á Local Suðurnes

Guðlaug nýr forstjóri HSS

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir hefur verið skipuð forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) til næstu fimm ára.

Samkvæmt vef Stjórnarráðsins, þar sem greint er frá skipun Guðlaugar mat hæfisnefnd hana mjög vel hæfa til að gegna embættinu. 

Guðlaug er hjúkrunarfræðingur að mennt og með meistarapróf í viðskiptafræðum frá HÍ. Þá hefur hún lokið ýmsum námskeiðum í lýðheilsuvísindum innan HÍ í tengslum við doktorsverkefni sem hún vann að um faraldsfræði notenda bráðamóttaka.