Vilja lána þjálfarann og skuldajafna þannig við KSÍ
Knattspyrnudeild Njarðvikur hefur boðist til að lána Mikael Niklásson þjálfara meistaraflokks karla til að stýra íslenska landsliðinu gegn Belgum á morgun gegn 50.000 kr. greiðslu. Greiðsluna má skuldajafna á móti sekt og því ekki um bein fjárútlát að ræða.
Mikael er eins og knattspyrnuunnendur vita snjall og tilfinningamikill stjórnandi. Ljóst er að hann mun færa íslenska landsliðinu eldmóð sem mun kveikja í Laugardalnum.
Þetta skrifar Gylfi Þór Gylfason formaður knattspyrnudeildar Njarðvíkur á fésbókarsíðu sinni, en þó gera megi ráð fyrir að um sé að ræða gott grín hjá þessum hressa formanni, þá fylgir öllu svoleiðis einhver alvara eða svo segir máltækið í það minnsta.