Nýjast á Local Suðurnes

Blakdeildin tekur þátt í Heilsu- og forvarnaviku – Taka vel á móti nýliðum

Blakdeild Keflavíkur var stofnuð fyrir rúmum tveimur árum og hefur deildin vaxið hratt og iðkendum fjölgað mikið síðustu mánuðina. Blakdeildin tekur þátt í Heilsu- og forvarnaviku Reykjanesbæjar þann 28.september til 4. október næstkomandi.

Hjá blakdeild Keflavíkur er boðið upp á barna-, unglinga- og fullorðinsblak og vill deildin bjóða þeim sem áhuga hafa að koma og taka þátt í æfingum á meðan á heilsu- og forvarnarvikunni stendur.

Farið verður í ýmsar tækniæfingar og reglur í blaki, svo verður tekið létt spil, segir í tilkynningu frá deildinni.

Opnu tímarnir í heilsuvikunni verða þessir og verða allir tímarnir í íþróttahúsi Heiðarskóla:
• 1. – 5. bekkur: Miðvikudag kl: 15:00-16:00
• 6. – 10. bekkur: Miðvikudag kl: 16:00-17:00
• Fullorðnir: Miðvikudag kl: 20:00-21:30, föstudag kl: 18:00-19:30
• Fjölskylduæfing (börn og fullorðnir): Laugardag kl: 14:30-16:00

Í vetur verða svo ýmis hraðmót á vegum deildarinnar þar sem bæði iðkendur og aðrir sem ekki æfa geta skráð sig til leiks.