Nýjast á Local Suðurnes

Til stendur að laga hættulegan vegarkafla á Grindavíkurvegi sem fyrst

Til stendur að laga hættu­leg­an veg­arkafla á Grinda­vík­ur­vegi, sem fyrst. Jón Gunn­ars­son, sam­gönguráðherra, hef­ur þegar látið þau boð ganga til Vega­gerðarinnar að ráðist verði í að gera til­lög­ur að úr­bót­um á þeim kafla.

Sam­gönguráðherra greindi frá þessu í kvöld­frétt­um RÚV, en á sama tíma greindi hann frá því að útboðsferli vegna mis­lægra gatna­móta á mót­um Reykja­nes­braut­ar og Krísu­vík­ur­veg­ar hefjist síðar í þess­ari viku.