Nýjast á Local Suðurnes

Fótbolti.net mótið: Sigur hjá Njarðvík – Jafnt hjá Grindavík

Pepsí-deildarlið Grind­avíkur gerði í kvöld jafn­tefli við Stjörn­una, 1-1, þegar liðin mætt­ust á fot­bolti.net-mót­inu í Kórn­um. Andri Rún­ar Bjarna­son kom Grind­vík­ing­um yfir en Stjarnan náði að jafna und­ir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Grind­vík­ing­ar luku riðlakeppn­inni með 2 stig úr þrem­ur leikj­um.

Njarðvíkingar tróna á toppi síns riðils í B-deild móts­ins, með fjögur stig eftir tvo leiki, en í kvöld vann Njarðvík sig­ur á Hauk­um, 4-3, í stórskemmtilegum leik í Reykjaneshöllinni. Njarðvíkingar fengu tvær vítaspyrnur og skoruðu tvö sjálfsmörk í leik þar sem dómarinn hafði í nógu að snúast og fjöldi gulra spjalda fór á loft.