Nýjast á Local Suðurnes

Heiðarskóli í öðru sæti í Skólahreysti

Lið Heiðarskóla í Reykja­nes­bæ hafnaði í öðru sæti í Skólahreysti, sem fram fór í gær.

Árbæj­ar­skóli, Flóa­skóli, Grunn­skóli Húnaþings Vestra, Grunn­skól­inn á Hellu, Heiðarskóli, Linda­skóli, Lunda­skóli og Varma­hlíðarskóli öttu kappi á úr­slita­kvöld­inu og bar Lindaskóli sigur úr býtum.

Keppn­in var mjög hörð allt til enda en Lind­ar­skóli vann að lok­um með 43 stig, sex stig­um meira en Heiðarskóli.