Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarráð Reykjanesbæjar vill fund með Umhverfisstofnun vegna United Silicon

Bæjarráð Reykjanesbæjar lýsir yfir áhyggjum af lyktar- og reykmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík sem vart hefur orðið við á fyrstu starfsdögum hennar, en mikið hefur verið kvartað undan reyknum og lyktinni til stofnunarinnar og á samfélagsmiðlum.

Ráðið hefur falið bæjarstjóra að óska eftir skýrslu frá Umhverfisstofnun, auk þess að óska eftir því að fulltrúar hennar mæti á næsta fund bæjarráðs, sem haldinn verður þann 1. desember næstkomandi.