Nýjast á Local Suðurnes

Ytri-Njarðvík komin að þolmörkum

Álag á raforkukerfið veldur því að rafmagnslaust er enn í Innri Njarðvík og Ytri Njarðvík er komin að þolmörkum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku, en þar segir einnig að íbúum á Suðurnesjum sé bent á að fylgjast með facebook HS Veitna og ráðleggingum um orkusparnað við þessar krefjandi aðstæður.

Þá er tekið fram að afhending heits vatns krefjist rafmagns og eins og staðan er núna muni afhending að öllum líkindum tefjast.