Nýjast á Local Suðurnes

Víða rafmagnslaust á Suðurnesjum

Raf­magns­laust er í hluta Reykja­nes­bæj­ar og í Vogum á Vatnsleysuströnd. Fór raf­magn af Innri-Njarðvík nú um klukk­an hálf átta í kvöld, nokkrum mínútum eftir að HS Veitur tilkynntu að kerfið væri komið að þolmörkum.

Sigrún Inga Ævars­dótt­ir, sam­skipta og markaðsstjóri HS Veitna, seg­ir í samtali við mbl.is að álag á kerfið skýri raf­magns­leysið. Raf­magn hafi farið víða af í sveit­ar­fé­lög­un­um á öll­um Reykja­nesskaga nú eft­ir klukk­an 19 í kvöld. 

„Fólk virðist aðeins vera að gleyma sér,“ seg­ir Sigrún Inga í sam­tali við mbl.is. 

HS Veit­ur biðla til íbúa á svæðinu að slökkva á raf­magn­sofn­um á meðan elda­mennsku stend­ur til að spara raf­magn. Þannig megi koma í veg fyr­ir of mikið álag á kerfið. 

Þá er einnig gríðarlega mik­il­vægt að fólk hlaði ekki raf­magns­bíla heima fyr­ir.