Nýjast á Local Suðurnes

Orkuinnviðir ekki í hættu

default

Dregið hefur úr virkni eldgossins við Hagafell og á þessari stundu er orkuinnviðum HS Orku í Svartsengi ekki ógnað. Sú staða getur hinsvegar breyst hratt, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem sjá má í heild hér fyrir neðan.

Nú er eldgos hafið á Reykjanesi.

Frá því óróatímabilið hófst hafa HS Veitur unnið að viðbragðs og mótvægis aðgerðum, svo sem með styrkingum á rafdreifikerfinu til að mæta álagi ef heitt vatn hættir að berast. Einnig var farið í að koma upp varavatnsbóli við Árnarétt í Garði sem er nú á lokametrunum.

Frá því að gos hófst og fram eftir nóttu voru HS Veitur í samskiptum við Almannavarnir, Veðurstofuna og HS Orku til að fá upplýsingar um stöðuna og fara yfir möguleg áhrif á kerfin. Eins og staðan er núna hefur dregið úr virkni eldgossins og á þessari stundu er orkuinnviðum ekki ógnað og hafa HS Veitur því ekki enn þurft að grípa til aðgerða. Sú staða getur breyst hratt.

HS Veitur munu halda áfram að vinna að undirbúningi og fylgjumst við náið með stöðunni.

Rétt er að minna á ábendingar vegna hugsanlegra náttúruhamfara fyrir þau sem vilja undirbúa sig fyrir mögulegt þjónusturof vegna eldgossins. Er vakin sérstök athygli á því að ef húseigendur ætla að verða sér úti um búnað til að nota rafmagn til húshitunar er mikilvægt að búnaður í heild sinni noti ekki meira en 2,5 kW. Leiðbeiningarnar má nálgast hér á bæði íslensku, ensku og pólsku

https://www.hsveitur.is/thjonusta/vidhald-og-bilanir/abendingar-vegna-hugsanlegra-natturuhamfara/

HS Orka Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra Veðurstofa Íslands