Nýjast á Local Suðurnes

Skorað á Elliða að fara gegn Ragnheiði Elínu – Ásmundur skoðar málið af alvöru

Ragnheiður Elín fyrir miðju. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Nýleg könnun sem stuðningsmenn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum létu vinna leiðir í ljós að 67,5% Sjáfstæðismanna séu líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Elliði leiðir listann í stað Ragnheiðar Elínar oddvita flokksins í kjördæminu.

Úrtak könnuninnar var 529 kjósendur í Suðurkjördæmi. Rúmlega 61% þeirra sem tóku afstöðu til þessara tveggja einstaklinga vildu heldur að Elliði, leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en Ragnheiður Elín.

Þá er Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi bæjarstjóri í Garði alvarlega að hugsa um að bjóða sig fram í fyrsta sætið í komandi prófkjöri. Seg­ist hann ætla að íhuga málið af alvöru áður en hann gef­ur nokkuð út um stöðu sína fyr­ir próf­kjörið í haust. Ásmund­ur var í þriðja sæti listanum fyr­ir síðustu alþing­is­kosn­ing­ar.

“Já, að sjálfsögðu skoða ég það af alvöru.” Sagði önnum kafinn Ásmundur þegar Suðurnes.net náði af honum tali í morgun, en hann vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi fyrir Skötumessu sem haldin verður í Miðgarði í Garði í kvöld.