Nýjast á Local Suðurnes

Grindavíkurvegi lokað

Vegagerðin hefur lokað Grindavíkurvegi vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Afar slæmt skyggni er á Suðurnesjum og aðstæður til aksturs erfiðar. Enn er óvissustig á Reykjanesbraut og getur komið til lokunar þar með stuttum fyrirvara.