Nýjast á Local Suðurnes

Notkun komin yfir þolmörk – Biðla til íbúa að fara sparlega með rafmagn

HS Veitur biðla til íbúa á Suðurnesjum að fara sparlega með rafmagn, en samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu er rafmagn byrjað að slá út á einhverjum stöðum. Þá sendi Sveitarfélagið Vogar frá sér tilkynningu þess efnis að hluti bæjarins sé rafmagnslaus í augnablikinu.

Tilkynning HS Veitna:

Áríðandi upplýsingar

Fólk virðist aðeins vera að gleyma sér og álag á sumum svæðum að fara yfir þolmörk með þeim afleiðingum að rafmagn er að slá út.

Endilega stöndum saman í þessu þar til ástandinu verður aflétt

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
Reykjanesbær
Suðurnesjabær
Sveitarfélagið Vogar