Nýjast á Local Suðurnes

Skálað í vatni við verklok

HS Veitur hafa unnið að því undanfarið að koma upp varavatnsbóli við Árnarétt í Garði og við verklok var við hæfi að skála í vatni fyrir því að varavatnsból fyrir Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ er nú tilbúið.

HS Veitur hafa unnið að því í samvinnu við bæjarstjóra Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar og stjórnvöld að gera ráðstafanir til þess að koma upp varavatnsbóli við Árnarétt í Garði sem nýst getur þeim 25 þúsund íbúum og fyrirtækjum sem þar eru, segir í tilkynningu.

Varavatnsbólið er nú tilbúið til notkunar og mun nýtast ef á þarf að halda, enda líkur taldar á endurteknum eldgosum á Reykjanesi á næstu árum eða áratugum, með tilheyrandi áhættu á áhrifum á neysluvatnsafhendingu fyrir svæðið.

Á myndinni eru saman komnir við vatnsbólið af þessu tilefni bæjarstjórarnir, þeir Kjartan Már Kjartansson og Magnús Stefánsson ásamt Jóhanni Friðrik Friðrikssyni, stjórnarformanni HS Veitna og Páli Erland, forstjóra HS Veitna.