Nýjast á Local Suðurnes

Í mál við ríkið vegna nauðungarsölu

Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna nauðungarsölu sýslumanns á húsi öryrkja í Reykjanesbæ fyrr í sumar.

Hús mannsins var sett á nauðungaruppboð vegna 2,5 milljóna króna skulda, sem hann hafði ekki greitt. Þrátt fyrir að húsið sé metið á um 57 milljónir króna, var það selt á uppboði á þrjár milljónir króna.

Málið hefur verið töluvert í fréttum, en á nauðungaruppboðinu var hæsta boði tekið. Í lögum um nauðungarsölu segir hins vegar að sýslumaður geti ákveðið að uppboð skuli endurtekið ef tilboð sem berast eru „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar“, segir á vef RÚV, sem fjallar um málið í dag.