Nýjast á Local Suðurnes

Nóg að gera hjá björgunarsveitum í morgun – Myndir!

Björgunarsveitirnar á Suðurnesjum höfðu nóg að gera í morgun þegar ofsaveður gekk yfir Reykjanesið með tilheyrandi foki á trampólínum, þakplötum og öðrum lausum hlutum.

Hér fyrir neðan má sjá hvað Björgunarsveitin Suðurnes hafði fyrir stafni þessar fimm klukkustundir eða svo, en sveitin naut meðal annars góðs af hjálpsemi Slökkviliðs Suðurnesja við að festa lausar þakplötur.